Auglýsing

Aukin Von

Ég ólst upp í einu sjaldgæfasta bæjarfélagi jarðarinnar. Og ég skammast mín ekki fyrir þá staðreynd, því það er auðvelt að alast upp í Los Angeles eða Berlín – hver sem er, er fær um það – en það krefst sérstakrar tegundar einstaklings að alast upp í bæ sem heitir Hafnarfjörður. Slíkt krefsts annað hvort geysilegrar heppni eða stjarnfræðilegs óláns, en ég var alltaf fremur hrifinn af Hafnarfirði.

Ég er smáborgararstelpa, sjáðu.

Ef þú þekkir ekki til Hafnarfjarðar, lof mér að útskýra: Hafnarfjörður er heillandi bær sem var reistur eins og hringleikahús við sjóinn, en er bærinn stækkaði urðu öll góðu sætin, hægt og rólega, upptekin. Þetta varð til þess að íbúar hófu að reisa húsin sín án þess að njóta útsýnis til sjávar, og smám saman byrjuðu húsin að vísa í allar áttir – en ávallt er það útsýnið sem sker úr um ágæti hússins. Andlit Hafnarfjarðar er fallegt ásýndar, en ber það þó með sér tvær stórar örvar: ófrýnilega verslunarmiðstöð sem liggur þvert yfir nef bæjarins á sérdeilis fráhrindandi máta og óásjálegt álver sem skagar fram úr kinn Hafnarfjarðar líkt og andstyggileg varta.

En andlit Hafnarfjarðar er meira en bara örvar.

Fyrir ekki svo löngu fékk andlit bæjarins nýja von, en nýr veitingarstaður opnaði dyr sínar sem ber, jú, heitið Von. Von er til húsa á Strandgötu 75 og státar sig af stórum gluggum sem veita gestum staðarins útsýni í átt að sjónum (þ.e.a.s. þegar bílarnir á bílastæðinu skyggja ekki á útsýnið). Í huga að minnsta kosti eins viðskiptavinar Vonar, föður míns, ber veitingastaðurinn nafn með rentu. Faðir minn býr í Hafnarfirði og hann trúir því að velgengni Vonar komi til með að laða að sér fleiri gæðaveitingastaði, sem verði til þess að hann þurfi að ferðast styttri vegalengdir til þess að þóknast bragðlaukum sínum. Til þess að styðja reksturinn er faðir minn gjarn á að bjóða fjölskyldu okkar þangað í mat.

Við fórum síðast í desember.

Ég pantaði mér löngu með kartöflumús, ætiþistlum og terragon mæjó. Maturinn var bragðgóður, verðið sanngjarnt og þjónustan stórfín. Verandi tilgerðarlegur bókamaður kýs ég að lýsa innanhússkreytingum staðarins með eftirfarandi orðum: “sailor chic” (sumsé, „sjómanna smart“); tveir baujulampar héngu úr loftinu og stakur björgunarkútur stóð á veggnum sem markmiðslýsing í myndlíkingarformi. Einnig voru gamlar sjóaragreinar límdar á veggi baðherbergisins, ef ég man rétt. Er við gengum út af Von, kom faðir minn að máli við kokkinn, og spurðist fyrir um rekstrarheilsu staðarins. Kokkurinn tjáði honum að hlutirnir gengu vonum framar. Þetta gladdi föður minn. Og mig líka; ég held að við þurfum öll á meiri von að halda, bókstaflega –

einnig hvað fín veitingahús í töfrandi smábæjum varðar.

Orð: Skyndibitakúrekinn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing