Auglýsing

Avocado-rist með hleyptu eggi

Margir hafa aldrei lagt í það að gera hleypt egg (poched egg) og halda það sé mikil fyrirhöfn. En með réttu aðferðinni og smá æfingu þá er það ekkert mál. Hér er á ferðinni nokkuð einfaldur en virkilega bragðgóður morgunverður. Örlítið beikon til hliðar og þetta er hinn fullkomni brunch.

Hráefni fyrir 2 :

2 grófar brauðsneiðar t.d. gott súrdeigsbrauð

2 egg við stofuhita

1 þroskað avocado

1 tsk sítrónusafi

2 msk hvítvínsedik

salt og pipar

chilli flögur

Aðferð:

1. Setjið vatn og hvítvínsedik í miðlungs-stóran pott.

2. Hitið vatnið að suðu og lækkið síðan hitann örlítið en passið að vatnið haldist við suðumark í gegnum eldunartímann.

3. Brjótið egg í lítið glas. Hrærið í vatninu með skeið eða sleif þar til hringiða myndast og hellið síðan egginu varlega út í vatnið. En með hringiðunni þá nær hvítan að vefjast utan um eggið.

4. Eggið ætti að vera klárt eftir u.þ.b. 4 mínútur en þá er gott að veiða það upp með ausu. Endurtakið svo leikinn með hitt eggið.

5. Avocadoið er stappað saman og smakkað til með sítrónusafa,salti,pipar og chilliflögum.

6. Smyrjið því síðan á góða ristaða brauðsneið og toppið með egginu. Og þá er ekkert eftir annað en að njóta!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing