Bæjarins Beztu standa svo sannarlega undir nafni og hafa gert það síðan
árið 1937 hvort sem það er í hádeginu, kaffinu, á kvöldin eða eftir
góða nótt í miðbæ Reykjavíkur. Pylsurnar hafa oft verið kallaðar
„þjóðaréttur íslendinga“ og er það ekki að ástæðulausu. Við hjá SKE
fengum okkur eina með öllu og mælum með að fá sér kókómjólk með.