Hráefni:
- 1x löng paprika skorin langsum í tvennt
- 100 gr perlubygg
- 1x stór kjúklingabringa skorin í litla bita
- 1 msk balsamik edik
- 30 gr fetaostur (gott að nota kubb sem er ekki í olíu)
- olía
- handfylli fersk söxuð steinselja
- Salt & Pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Sjóðið perlubygg eftir leiðbeiningum á pakkningu, sigtið vatnið frá og byggið til hliðar.
3. Steikið kjúklinginn upp úr olíu. Þegar hann er næstum því eldaður í gegn fer 1 msk af balsamik ediki saman við ásamt salti og pipar. Setjið þá helminginn af steinseljunni saman við og steikið áfram þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
4. Hreinsið paprikuna að innan og leggið þær á ofnplötuna. Fyllið þær upp að brún með perlubyggi. Toppið þær svo með kjúklingi og myljið fetaostinn yfir. Bakið í ofninum þar til paprikurnar fara að mýkjast og osturinn verður fallega gylltur. Berið fram með fersku salati.