Hráefni:
- 7 – 8 meðalstórar bökunarkartöflur
- 4 msk bráðið smjör
- 2 1/2 dl rifinn parmesan
- 1/2 tsk svartur pipar
- 1 msk rifinn hvítlaukur
- 1 msk paprika
- 1 tsk salt
- 1 tsk ítalskt krydd
- söxuð fersk steinselja til skrauts, má sleppa
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Skerið sléttan skurð neðan af kartöflunum svo þær standi vel. Raðið þeim í eldfast mót. Skerið næst djúpar rifur í gegnum þær en þó ekki alla leið í gegn. Penslið þær vel með smjöri, vel ofan í rifurnar.
3. Blandið saman í skál parmesanosti, svörtum pipar, hvítlauk, papriku, salti og ítölsku kryddi. Dreifið næst blöndunni yfir kartöflurnar, og vel ofan í rifurnar. Bakið þetta í ofninum í um 40 – 60 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar og eldaðar í gegn. Toppið með rifnum parmesan og ferskri steinselju.