Auglýsing

Bakaðir kjúklingabitar með sriracha og hunangi

Hráefni:

  • 220 gr kjúklingabringur skornar í bita
  • 1/2 dl hveiti
  • 1 egg, hrært
  • 2 1/2 dl panko brauðrasp

Sæt og sterk hunangs sriracha sósa

  • 1 msk bragðlaus olía
  • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
  • 3 msk sojasósa
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sriracha
  • 3 msk vatn
  • 1/8 tsk chilli flögur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Dýfið kjúklingabitunum í hveiti, egg og panko brauðrasp, í þessari röð. Raðið þeim næst á ofnplötuna.

3. Bakið í um 15 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og farinn að taka á sig fallega gylltan lit. Takið bitana úr ofninum og veltið þeim upp úr sósunni ( uppskrift af sósunni hér fyrir ofan )

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing