Hráefni:
- 4–6 bitar þorskur
- 5 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1/2 dl söxuð steinselja
- 5 msk sítrónusafi
- 5 msk extra ólívuolía
- 2 msk bráðið smjör
Hjúpur:
- 1 dl hveiti
- 1 tsk þurrkað kóríander
- 3/4 tsk paprikukrydd
- 3/4 tsk cumin
- 3/4 tsk salt
- 1/2 tsk svartur pipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Blandið saman sítrónusafa, ólíuolíu og bráðnu smjöri í grunna skál. Leggið til hliðar.
3. Blandið saman í annarri skál hveiti, kryddi, salti og pipar. Leggið til hliðar.
4. Hitið olíu á pönnu( sem má fara inn í ofn). Þerrið fiskinn aðeins með eldhúspappír. Dýfið einu stykki í einu ofan í sítrónublönduna og svo strax í hveitiblönduna. Hristið stykkin lauslega, svo allt auka hveiti fari af þeim, áður en fiskurinn fer á pönnuna. Steikið fiskinn stutta stund, kannski um 2 mín á hvorri hlið.
5. Blandið hvítlauk við afganginn af sítrónublöndunni og hellið yfir fiskinn. Bakið þetta í ofni þar til fiskurinn er eldaður í gegn og hefur tekið á sig fallega gylltan lit (c.a. 10 mín). Takið úr ofninum og toppið með saxaðri steinselju.