Auglýsing

Bökuð egg með ricotta osti, timjan og hvítlauk

Hráefni fyrir 4:

  • 4 msk ólívuolía
  • 1 1/2 dl ricotta ostur
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1-2 msk ferskt timjan
  • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 1 tsk söxuð fersk steinselja
  • 1 dl saxað ferskt spínat
  • 4 egg
  • sjávarsalt
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 1/8 tsk chilliflögur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170 gráður.

2. Smyrjið tvö lítil eldföst form að innan með smjöri eða olíu.

3. Hrærið saman í skál 2 msk ólívuolíu, ricotta, hvítlauk, timjan, sítrónuberki, steinselju og spínati. Skiptið blöndunni jafnt í bæði formin. Næst eru tvö egg brotin varlega yfir hvort form, samtals 4 egg.

4. Dreifið smá ólívuolíu yfir ásamt salti, pipar og chilliflögum.

5. Bakið í ofninum í 12-15 mín eða þar til eggin eru tilbúin, eða þar til hvítan er orðin stíf en rauðan ennþá mjúk.

6. Berið fram strax með góðu ristuðu brauði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing