Auglýsing

Bökuð ostakaka með Oreo – Þessa verður þú að prófa!

Hráefni fyrir botninn:

  • 150g mulið oreo kex
  • 45g bráðið smjör

Hráefni fyrir fyllinguna:

  • 900g rjómaostur við stofuhita
  • 60g sýrður rjómi við stofuhita
  • 250g sykur
  • 4 stór egg við stofuhita
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 dl rjómi
  • 910 Oreo kex skorið gróft niður

Hráefni fyrir toppinn:

  • 1/2 dl rjómi
  • 60 gr dökkt súkkulaði

Aðferð:

1. Bræðið smjör og bætið muldu oreo kexi saman við. Þrýstið blöndunni í smelluform og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

2. Hitið ofninn í 175 gráður. Þeytið rjómaostinn þar til hann verður silkimjúkur. Bætið sýrðum rjóma saman við og hrærið áfram. Bætið næst sykri útí og hrærið þar til sykurinn leysist upp í blöndunni. Bætið einu eggi í einu saman við og hafið á lægstu stillingu á meðan. Hellið rjóma og vanilludropum saman við og blandið vel.

3. Hellið blöndunni yfir botninn í smelluforminu. Dreifið saxaða oreo kexinu yfir blönduna og þrýstið þeim létt niður með skeið. Bakið í 15 mín. Lækkið þá hitann á ofnium niður í 150 gráður og bakið áfram í um 50 mín. Ekki opna hurðina á ofninum. Slökkvið á ofninum og leyfið kökunni að standa í ofninum í 60 mín. Takið hana síðan út og leyfið henni að kólna niður í stofuhita. Setjið hana næst í kæli í minnst 8 klst.

4. Skerið dökkt súkkulaði niður og setjið í skál. Hitið rjóma að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið vel þar til súkkulaðið er bráðnað og blandan orðin slétt og fín. Kælið aðeins áður en blöndunni er hellt yfir ostakökuna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing