Hráefni:
- 2 msk paprikukrydd
- 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 4 msk fersk steinselja söxuð niður
- 2 tsk salt
- ½ tsk svartur pipar
- 1/2 dl ólívuolía
- 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri
Aðferð:
1. Setjið papriku, hvítlauksgeira, steinselju, salt, pipar og ólívuolíu í skál. Setjið næst kjúklinginn saman við og blandið öllu mjög vel saman. Setjið filmu yfir skálina og látið þetta standa inni í ísskáp í minnsta kosti 30 mín áður en kjötið er grillað.
2. Grillið kjötið á grillinu þar til þar er eldað í gegn og hefur tekið á sig fallega gylltan lit.