Hráefni:
- 1 1/2 msk engifer rifið niður
- 2 msk smjör
- 1 laukur skorinn smátt
- 1 stór gulrót skorin smátt
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1 rauður chilli skorinn smátt
- 2 msk karrý
- 1 tsk túrmerik
- 4 dl fiskisoð eða vatn
- 1 dós kókosmjólk
- 1 tómatur skorinn smátt
- salt
- 1/2 kíló kræklingur, vel skolaður
- 100-200 gr risarækjur
- 2 msk ferskt kóríander
- 1 msk sítrónusafi
- naan brauð borið fram með súpunni
Aðferð:
1. Bræðið smjörið í góðum potti. Bætið lauk, gulrótum, hvítlauk, chilli og engifer í pottinn og leyfið þessu að mýkjast á góðum hita í um 5 mín. Bætið næst, karrý og túrmerik saman við og hrærið vel í um 1 mín. Þá fer fiskisoð, kókosmjólk, tómatur saman við og örlítið salt.
2. Leyfið þessu nú að malla í um 15 mín. Bætið krækling og rækjum og látið malla rólega í um 3 mín en þá ættu rækjurnar að hafa eldast í gegn og kræklingurinn allur búinn að opnast. Hendið þeim kræklingum sem hafa ekki opnast. Hrærið kóríander og sítrónusafa út í og smakkið til, bætið við salti eftir smekk. Gott er að bera súpuna fram með naan brauði.