Auglýsing

Bragðmikil „Tom Kha Gai” súpa sem þú verður að prófa!

Tom Kha Gai er auðveld, fljótleg og ein bragðbesta súpa sem völ er á. Hún er í senn rjómakennd, sæt og sölt sem gerir hana svo einstaka.

Hráefni:

  • 1 msk rautt chilli mauk
  • 1/4-1/2 tsk chilliflögur
  • hvítlauksgeirar maukaðir
  • 400 gr kjúklingur skorinn í þunna strimla
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 6 cm bútur engifer skorinn í mjög þunnar sneiðar
  • 3 stilkar lemongrass
  • 1 tsk þurrkað basil
  • 1 tsk sjávarsalt eða eftir smekk
  • 1/4 tsk svartur pipar eða eftir smekk
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 msk fiskisósa
  • 2 msk púðursykur
  • 3-4 msk limesafi eða eftir smekk
  • 200 gr niðurskornir sveppir
  • 1 rauð parika skorin niður
  • Siracha eða chilli sósa
  • 1 msk kókosolía
  • Kóríander, vorlaukur og fersk basilika til skrauts
  • Soðin hrísgrjón

Aðferð:

1. Bræðið 1 msk af kókosolíu í meðalstórum potti. Bætið rauðu chilli mauki, chilliflögum og hvítlauk á pönnuna í 30 sek. Bætið kjúklingnum saman við og steikið í stutta stund en ekki þannig að kjúklingurinn verði eldaður í gegn.

2. Bætið kjúlingasoðinu í pottinn ásamt engifer, lemongrass, basil, salti og pipar. Látið koma upp suðu í pottinum og látið malla á meðalhita í 10 mín.

3. Hrærið kókosmjólkinni saman við ásamt, fiskisósu, sykri, limesafa, sveppum og papriku. Sjóðið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til paprikan fer að mýkjast.

4. Þegar súpan er klár þá eru lemongrass stilkarnir og engifer bútarnir veiddir upp úr og teknir frá. Smakkið til með salti, pipar, lime safa og siracha sósu. Skammtið súpunni í skálar og toppið hverja skál með fersku kóríander, vorlauk, ferskri basiliku og lime safa. Einnig er gott að setja soðin hrísrjón á toppinn í lokin, það gefur meiri fyllingu í súpuna og hún verður matarmeiri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing