Hráefni:
3 kjúklingabringur
1/2 laukur skorinn í strimla
1 brokkolí skorið í bita
2 dl cashew hnetur
svartur pipar
saxaður vorlaukur
sesamfræ (má sleppa)
Sósan:
1 dl soja sósa
1/2 dl kjúklingasoð
1/2 dl púðursykur
2 hvítlauksgeirar
1 msk ferskur rifinn engifer
1 tsk sesamolía
2 tsk maíssterkja
chilliflögur
Aðferð:
1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og kryddið örlítið með pipar.
2. Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann er rétt orðinn eldaður í gegn.
3. Takið kjúklinginn til hliðar og geymið. Laukur og brokkolí fara á pönnuna og látin mýkjast vel.
4. Á meðan grænmetið er að mýkjast þá fer allt hráefnið í sósuna í skál og blandað vel.
5. Sósan fer síðan ásamt kjúklingnum á pönnuna með grænmetinu og þetta er látið malla í nokkrar mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Ef sósan er ekki að þykkna nógu vel má blanda 1 tsk af maíssterkju og 2 tsk af vatni í skál og hræra vel sama og hella svo í smá skömmtum út á pönnuna þar til sósan fer að þykkna.
6. Síðast eru hneturnar settar saman við réttinn og þetta er svo toppað með vorlauk og sesamfræjum.
Borið fram með hrísgrjónum.