Hráefni:
- 8 úrbeinuð kjúklingalæri
- 2 msk maíssterkja
- ½ tsk salt
- ½ tsk svartur pipar
- 2 msk ólívuolíva
- 1 msk smjör
- 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 dl hunang
- 80 ml kjúklingasoð
- 1 msk hrísgrjónaedik
- 1 msk sojasósa
- söxuð steinselja
- 1/2 chilliflögur
Aðferð:
1. Setjið kjúklingalærin í skál ásamt maíssterkju, salti og pipar. Blandið vel saman.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann fer að taka á sig fallega gylltan lit, c.a. 3-4 mín á hvorri hlið. Bætið þá smjöri á pönnuna ásamt hvítlauk og steikið áfram. Lækkið hitann á pönnunni.
3. Hrærið saman hunangi, kjúklingasoði, hrísgrjónaediki og sojasósu í skál og hrærið vel. Hellið þessu á pönnuna með kjúklingnum, náðið upp suðu og leyfið þessu að malla í 4-5 mín eða þar til sósan fer að þykkna.
4. Toppið með steinselju og chilliflögum og berið fram hrísgrjónum.