Hráefni í 4 samlokur:
- 8 sneiðar hvítt brauð
- 2 msk smjör
- 2 msk hveiti
- 1 1/2 dl mjólk
- 1/8 tsk paprika
- salt & pipar
- Dijon sinnep
- 4 sneiðar góð skinka
- 2 1/2 dl bragðmikill ostur rifinn niður
Aðferð:
1. Hitið pönnu og ristið brauðið örlítið á annarri hliðinni.
2. Bræðið smjörið í potti. Bætið hveitinu saman við og hrærið vel með písk. Haldið áfram að hræra á meðan þið hellið mjólkinni saman við. Hrærið þar til sósan er orðin kekkjalaus og vel þykk. Kryddið með paprikunni og smakkið til með salti og pipar. Lækkið niður í minnsta mögulega hita.
3. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Raðið 4 brauðsneiðum, ristaða hliðin niður, á ofnplötuna. Smyrjið þær með örlitlu dijon sinnepi, takið helminginn af ostinum og dreifið honum jafn á sneiðarnar. Næst kemur skinkan og svo lokum við samlokunum með brauðsneiðunum sem eftir eru, ristaða hliðin upp.
4. Smyrjið sósunni jafnt yfir allar samlokurnar og dreifið síðan seinni helmingnum af ostinum jafnt yfir þær allar. Setjið inn í ofninn og stillið ofninn á grill. Grillið þær þar til osturinn verður fallega gylltur og farinn að „búbbla“ aðeins. Berið fram strax.