Hráefni:
- 700 gr kjúklingarbringur
- 3 msk maíssterkja
- 1/2 dl ólívuolía
- 2 rauðar paprikur skornar í strimla
- 1 pakki strengjabaunir
- 1/2 msk hvítlaukur rifinn niður
- 1/4 tsk engifer rifið niður
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 tsk chilliflögur
- 1/8 tsk sesamolía
- 3 dl sweet chilli sósa
Aðferð:
1. Skerið kjúklinginn í bita og setjið hann í skál ásamt 1 msk ólívuolíu. Bætið næst hvítlauksdufti og 1/2 tsk salti og 1/2 tsk pipar. Blandið þessu vel saman. Setjið næst maísstekjuna saman við og blandið þar til allur kjúklingurinn er vel hjúpaður.
2. Hitið 3 msk ólívuolíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Ekki steikja hann allan í einu heldur í skömmtum, þá brúnast bitarnir vel. Leggið kjúklinginn næst á fat eða disk.
3. Steikið paprikuna þangað til hún fer að mýkjst. Bætið þá hvítlauknum á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Þá fer kjúklingurinn aftur á pönnuna ásamt stengjabaunum, sweet chilli sósu, sesamolíu, engifer og chilliflögum. Steikið í nokkrar mínútur og berið þetta svo fram með hrísgrjónum.