Auglýsing

Dásamlegt Spaghetti Carbonara!

Hráefni:

  • 3 stórar eggjarauður
  • 40 g Parmesan ostur , plús extra ofan á í lokin
  • 150 gr beikon
  • 200 gr spaghetti
  • 1 hvítlauksrif
  • extra virgin ólívu olía

Aðferð:

  1. Hrærið eggjarauðurnar í skál með rifna parmesanostinum, kryddið með pipar og leggið til hliðar.
  2. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni.
  3. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu. Bætið við 1 msk af olíu ef beikonið er ekki mjög feitt.
  4. Bætið hvítlauknum á pönnuna.
  5. Sigtið spaghettíið ( geymið 1 bolla af soðinu) og bætið spaghettíinu á pönnuna. Blandið þessu vel saman.
  6. Lækkið hitann á pönnunni og bætið örlítið af soðinu útá. Hellið núna eggja/parmesan blöndunni og hrærið vel. Bætið síðan soði eftir þörfum þar til sósan verður “silkimjúk”.
  7. Berið fram með vel af rifnum parmesan og pipar.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing