Hráefni:
- 4-6 kjúklingabringur
- 2 msk smjör
- 3 tsk rifinn hvítlaukur
- 2 tsk ítalskt krydd
- 2 1/2 dl kjúklingasoð
- fersk basilika
- salt og pipar eftir smekk
- 1 dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir niður
- 1 1/2 dl rjómi
- 2 dl rifinn parmesan plús extra fyrir skraut
Aðferð:
1. Hitið smjör á pönnu og steikið kjúklingabringurnar í 5-7 mín á hvorri hlið eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar og eldaðar í gegn. Færið þær yfir á disk eða fat á meðan sósan er útbúin.
2. Notið sömu pönnu og bætið á hana hvítlauk, ítölsku kryddi, sólþurrkuðum tómötum, kjúklingasoði, rjóma og parmesanosti. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í 5-7 mín.
3. Færið kjúklinginn aftur á pönnuna og leyfið honum að hitna í sósunni. Toppið með parmesan, svörtum pipar og ferskri basiliku. Berið fram strax og njótið!