Auglýsing

„Dirty“ kartöflubátar með beikoni og cheddar-osti

Hráefni:

  • 12 sneiðar steikt beikon, takið frá og geymið 1 msk af beikonfitunni eftir steikinguna
  • 1 poki tilbúnir kartöflubátar, afþýddir
  • 1 msk smjör, bráðið
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk hvítlauks krydd
  • ¼ tsk paprika
  • 100 gr cheddar ostur rifinn niður
  • 100 gr pecorino ostur (eða hvítur ostur að eigin vali) rifinn niður
  • 2 vorlaukar saxaðir niður
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

1. Steikið beikonið þar til það verður vel stökkt, saxið það gróft niður og leggið til hliðar. Geymið 1 msk af beikonfitunni.

2. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið kartöflubátana í skál ásamt beikonfitunni, smjöri, salti, hvítlauks kryddi og papriku. Blandið þessu vel saman. Dreifið kartöflubátunum næst á ofnplötuna og bakið í um 20-25 mín eða þar til bátarnir eru orðnir stökkir og hafa tekið á sig fallega gylltan lit.

3. Takið kartöflurnar úr ofninum og ýtið þeim í miðjuna á ofnplötunni svo það myndist einskonar kartöflufjall eða hrúga. Dreifið ostinum og beikoninu yfir og setjið aftur inn í ofninn í ca. 3 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað. Takið úr ofninum og toppið með sýrðum rjóma og söxuðum vorlauk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing