Hráefni:
1 eggaldin
8 bacon sneiðar
1 mozzarella kúla
8 tómatar litlir
4 msk pesto grænt eða rautt
parmesan
rucola
Aðferð:
1. Hita ofninn í 190 gráður.
2. Raða beikoninu á ofnplötu og inní ofn.
3. Skera tómatana í tvennt og setja þá í lítið eldfast mót með olíu og salti. Baka þá inn í ofni þar til þeir verða vel bakaðir og smá krumpaðir.
4. Á meðan þetta er í ofninum sker maður eggaldinið í 1 cm þykkar sneiðar og mýkir aðeins á heitri pönnu með olíu. Raða þeim síðan á ofnplötu og smyrja pestoinu á þær. Skera síðan mozzarella ostinn í þunnar sneiðar og raða ofan á .
5. Þegar beikonið og tómatarnir eru klár í ofninum er beikonið skorið í bita og raðað ofan á mozzarella ostinn. Þetta er svo toppað með ofnbökuðu tómötunum.
6. Þetta fer síðan inní heitan ofninn í c.a. 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað. Gott er að bera þetta fram með rucola salati, avocado og rífa vel af parmesan yfir. Verði ykkur að góðu !