Auglýsing

Súper einfaldar súkkulaðihjúpaðar Oreo-kúlur

Hráefni:

  • 36 Oreo kexkökur
  • 220 gr rjómaostur
  • 400 gr  súkkulaði dropar eða plötur
  • 120 gr hvítt súkkulaði dropar eða plötur

Aðferð:

1. Setjið Oreo kökurnar og rjómaostinn í matvinnsluvél þar til blandan verður mjúk og orðin að einskonar deigi. Rúllið síðan úr deiginu 2 cm kúlur, ættu að fást um 48 kúlur úr deiginu. Raðið þeim á plötu eða disk og inn í ísskáp í um 20 mín.

2. Bræðið súkkulaðið og notið gaffal til þess að dýfa kúlunum í súkkulaðið og hjúpa þær vel. Raðið þeim aftur á plötu eða disk.

3. Bræðið hvíta súkkulaðið. Setjið síðan súkkulaðið í sprautupoka með mjög litlum stút og skreytið kúlurnar með mjóum línum. Ef ekki er til sprautupoki á heimilinu er einnig sniðugt að setja súkkulaðið í “ziplock” poka og loka fyrir, klippa síðan lítið gat í eitt hornið og þá er kominn fínasti sprautupoki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing