Auglýsing

Einfalt heimabakað brauð með rósmarín!

Hráefni:

  • 1 pakki þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 500 gr hveiti
  • Ólívuolía
  • rósmarín ferskt

Aðferð:

1. Blandið geri og vatni saman í stóra skál. Setjið 2 1/2 dl af hveiti útí ásamt salti og blandið vel. Hrærið restina af hveitinu saman við 1 dl í einu þar til allt hefur blandast vel saman.

2. Setjið plastfilmu yfir skálina en hafið örlítið gat eða rifu á filmunni. Leyfið deiginu að hefast í um klukkutíma.

3. Þegar deigið er búið að hefast þá er plastfilman tekin af ( ekki berja deigið niður). Smyrjið eldfast mót eða járnpott með olíu. Setjið hveiti ofan á deigið og á hendurnar. Færið síðan deigið yfir í mótið/pottinn (það er mjög klístrað en þannig á það að vera).

4. Leggið stykki yfir mótið og leyfið deiginu að hefast aftur í um 30 mín. Hitið ofninn í 210 gráður. Hellið smá ólívuolíu yfir brauðið eða penslið og skerið X ofan á brauðið. Smá salt og rósmarín og inn í ofninn í 35-40 mín þar til brauðið er fallega gyllt að ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing