Auglýsing

Ekta vöfflur með sultu og rjóma

Hráefni:

100 g bráðið smjör
4 dl hveiti
1/4 tsk salt
1-2 msk sykur
2 dl súrmjólk
1 dl mjólk
2 egg

Aðferð:

1. Setjið þurrefnin saman í skál. Bræðið smjör á vægum hita í potti.

2. Blandið súrmjólk og mjólk saman við þurrefnin og hrærið þar til þetta er kekkjalaust. Bætið næst eggjum og bræddu smjörinu saman við og hrærið þetta stuttlega saman (ekki hræra of lengi því þá verður deigið seigt.

3. Bakið vöfflurnar á miðlungshita í vöfflujárni. Berið fram með góðri sultu og þeyttum rjóma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing