Auglýsing

Espresso martini pavlova

Hráefni:

8 egghvítur

hnífsoddur af cream of tartar

1 msk instant kaffi

430 gr sykur
2 tsk maíssterkja
1 tsk hvítvínsedik
600 ml rjómi
80 ml kahlúa kaffi líkjör
2 tsk kakó
Dökkar súkkulaðiflögur til skrauts

Kaffi-vodka sýróp

2 msk vodka
2 maíssterkja
100 g púðursykur
125 ml sterkt kaffi
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 100 gráður með viftuna á. Teiknið 20 cm hringi á tvö blöð af bökunarpappír og leggið pappírinn á sitthvora ofnplötuna.
2. Þeytið saman eggjahvítur og cream of tartar þar til blandan verður vel stíf. Hrærið instant kaffi saman við. Bætið næst sykrinum saman við, 1 msk í einu og látið þetta þeytast stanslaust á meðan. Í lokin fer maíssterkan saman við ásamt edikinu.
3. Skiptið blöndunni á teiknuðu hringina og dreifið úr henni með sléttu áhaldi. Bakið í 2 klukkutíma. Slökkvið næst á ofninum, opnið hurðina örlítið og látið botnana standa í ofninum á meðan ofninn kólnar.
4. Setjið vodka og maíssterku í skál. Setjið sykur og kaffi í lítinn pott og náið upp suðu. Hrærið stanslaust í þessu þar til sykurinn er allur uppleystur. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 3 mín, eða þar til blandan fer að þykkna. Hrærið þá vodka blönduna varlega saman við. Náið aftur upp suðu og látið þetta makka í 1 mín. Takið þetta af hitanum. Færið blönduna yfir í skál og látið hana kólna inni í ísskáp.
5. Þeytið rjómann. Þegar hann fer að verða stífur þá er kaffilíkjör og kakó hrært saman við. Þeytið áfram þar til blandan er orðin stíf.
6. Setjið annan botninn á disk og toppið með helmingnum af rjómablöndunni. Setjið aðeins af kaffi-vodka sýrópinu yfir ásamt súkkulaðiflögum. Leggið hinn botninn yfir og seinnihelminginn af rjómablöndunni þar ofan á. Toppið með kaddi-vodka sýrópi og súkkulaðiflögum.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing