Hráefni fyrir kjúklinginn:
- Safinn úr 2 sítrónum
- 2 msk ólívuolía
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 tsk svartur pipar
- 2 tsk cumin
- 2 tsk paprika
- 1/2 tsk turmerik
- 1/2 tsk chilli flögur
- 500 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð kjúklingalæri
Salat:
- 1/2 romaine salat
- 1/2 iceberg salat
- fersk steinselja söxuð
- ferskt mynta söxuð
- 1 box litlir tómatar skornir til helminga
- 1/2 gúrka skorin í ræmur
- 1 lítill rauðlaukur skorinn í þunnar ræmur
Dressing:
- 1 dl tahini
- 1/2 – 1 dl vatn
- 1/2 dl ólívuolía
- Safinn úr 1 sítrónu
- sjávarsalt eftir smekk
- svartur pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Blandið öllu hráefninu fyrir kjúklinginn saman í poka, gott er að nota stóran zip-lock poka ef hann er til. Setjið síðan kjúklinginn í pokann og lokið pokanum. Nuddið öllu vel saman og leyfið þessu að marinerast í ísskáp í nokkra klukkutíma, helst yfir nótt.
2. Þegar kjúklingurinn hefur marinerast er ofninn stilltur á 200 gráður. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið kjúklingnum á plötuna. Hellið afgangs marineringu úr pokanum yfir kjúklinginn. Setjið kjúklinginn í ofninn í um 30 mín eða þar til hann er eldaður í gegn. Leggið hann til hliðar og leyfið honum að kólna. Þegar hann hefur kólnað er hann skorinn í 1 cm þykkar sneiðar.
3. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er salatið útbúið. Skerið kálið og fersku jurtirnar niður og setjið í stóra skál ásamt tómötum, gúrku og rauðlauk.
4. Setjið tahini, ólívuolíu, sítrónusafa, salt og pipar í blandara eða töfrasprota og mixið vel ásamt 1/2 dl af vatni, þar til úr verður silkimjúk dressing, Má setja meira vatn ef þarf.
5. Útbúið salat með því að raða salatinu á disk, ásamt kjúklingnum og toppað með dressingunni.