Auglýsing

Ferskt tómatsalat með rauðlauk og basiliku

Hráefni:

  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 stórir tómatar
  • 1/2 dl basilika söxuð niður
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og látið sneiðarnar svo standa í köldu vatni í um 10 mín.

2. Skeið tómatana tvennt og svo helmingana í sneiðar. Setjið sneiðarnar í stóra skál. Setjið olíu, rauðvínsedik, basilku, salt og pipar saman við tómatana. Síið vatnið af lauknum og bætið lauknum saman við tómatana. Hristið þetta vel saman og leyfið þessu að standa í 10-30 mín áður en þetta er borið fram. Dreifið úr þessu á fallegan disk eða fat og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing