Hráefni:
- Fersk brómber
- ísmolar
- 4 skot romm
- einfalt sýróp ( þá er 50/50 vatn og sykur soðið niður þar til úr verður sýróp og kælt niður )
- sódavatn
- mynta ( 5-7 lauf í hvern drykk )
- 3 lime, skorin í sneiðar
Aðferð:
1. Dreifið nokkrum brómberjum í botninn á 4 glösum og merjið þau með skaftinu á gaffli.
2. Bætið 4-5 myntulaufum og 1 msk af sýrópi í hvert glas og merjið þetta með berjunum. Bætið næst 2 lime sneiðum í hvert glas og merjið þetta aftur vel saman.
3. Setjið næst 1 skot af rommi í hvert glas og fyllið þau upp með klökum. Hrærið aðeins upp í þessu með skeið og toppið glösin með sódavatni. Skreytið með myntulaufum og lime sneiðum áður en drykkirnir eru bornir fram.