Auglýsing

Einfaldur og góður pastaréttur með tómötum og heimalöguðu pestói

Hráefni:

  • 1 pakkning pasta að eigin vali
  • 1 box tómatar
  • 1 dl vatn
  • 1 dl rifinn ostur að eigin vali
  • pestó (uppskrift hér fyrir neðan)

Pestó:

  • 5 dl spínat
  • 2 dl basilika
  • 1/2 dl furuhnetur
  • 1 dl ólívuolía
  • 1/2 – 1 dl parmesanostur
  • 1/2 tsk salt
  • 3 hvítlauksgeirar
  • safi af einni sítrónu (má sleppa)

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Skerið tómatana til helminga.

2. Á meðan pastað sýður þá setjum við hráefnið í pestóið í matvinnsluvél eða maukum það með töfrasprota þar til úr verður silkimjúkt pestó.

3. Hitið ofninn í 190 gráður. Blandið soðna pastanu, pestóinu og tómötunum vel saman í skál og bætið 1 dl af vatni saman við. Hellið þessu yfir í eldfast form og dreifið ostinum yfir. Leggið álpappír lauslega yfir og bakið í ofninum í um 10-15 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað vel.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing