Hráefni fyrir fiskinn:
- 600 gr þorskbitar
- 1 ½ tsk reykt paprika
- 1 tsk hvítlaukssalt
- 1 tsk þurrkað oregano
- 1 tsk laukduft
- ½ tsk cumin
- ½ tsk salt
- ½ tsk púðursykur
- 1/4 tsk cayenne pipar
- 2 msk olía
- 12 litlar tortillur (hægt að kaupa stórar og skera út minni)
Hráefni fyrir sósuna:
- 1 dl sýrður rjómi
- 1 þroskað avocado
- 1/2 dl saxað kóríander
- safinn af 1 lime
- 1 msk jalapeno, saxað smátt
- Salt, eftir smekk
Hráefni fyrir hrásalat:
- ½ rauðkálshaus, skorinn í þunnar ræmur
- ¼ hvítkálshaus, skorinn í þunnar ræmur
- ½ laukur, skorinn þunnt
- 1 dl kóríander saxað
- safinn a 1 lime
Aðferð:
1. Takið litla skál og blandið saman reyktri papriku, hvítlaukssalti, oregano, laukdufti, cumin, salti, púðursykri og cayenne pipar. Sáldrið blöndunni næst yfir fiskinn og nuddið kryddinu vel í hann, á báðum hliðum.
2. Setjið allt hráefnið fyrir sósuna í blandara eða mixið með töfrasprota, þar til úr verður silkimjúk sósa.
3. Blandið öllum hráefnum fyrir hrásalatið saman í stóra skál og blandið vel saman.
4. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn, ekki allan í einu, best að gera það í pörtum. Steikið bitana í um 4-5 mín á hvorri hlið eða þar til fiskurinn er orðinn fallega gylltur á litinn og eldaður í gegn.
5. Takið fiskinn af pönnunni og það má nota heita pönnuna til þess að hita upp tortillurnar, leggja þær á pönnuna í um 30 sek á hvorri hlið.
.6. Raðið síðan í hverja tortillu, hrásalati, sósu, fisk og toppið með meiri sósu og fersku kóríander. Njótið!