Hráefni:
- 2 msk sesamolía eða ólívuolía
- 500 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð læri, skorið í þunna strimla
- 1/2 dl hunang
- 1 msk maíssterkja eða hveiti
- svartur pipar
- 1 dl sojasósa
- 1 msk fiskisósa
- 1-2 msk sambal oelek (chilli mauk)
- 2 msk tómatsósa
- 2 msk sesamfræ
- 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 3 cm engifer, rifið niður
- 2 rauðar paprikur, skornar í strimla
- 2 dl fersk basilika, skorin gróft niður
- soðin hrísgrjón
Aðferð:
1. Takið meðalstóra skál og blandið saman kjúkling, maíssterkju og svörtum pipar.
2. Takið aðra skál og blandið saman hunangi, sojasósu, fiskisósu, chilli mauki, tómatsósu og sesamfræjum.
3. Hitið 2 msk olíu á pönnu. Brúnið kjúklinginn vel eða þar til hann verður stökkur. Bætið næst hvítlauk, engifer og papriku á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mín. Hellið þá sósunni saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 5 mín.
4. Takið pönnuna af hitanum og hrærið basiliku saman við. Berið fram strax með hrísgrjónum og toppið með ferskri basiliku.