Auglýsing

Fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur!

Hráefni:

500 gr kjúklingur, skorinn í strimla
1 tsk sesamolía
1/4 tsk hvítur pipar
2 msk bragðlaus matarolía
5-6 hvítlauksgeirar ,rifnir niður
1 msk rifinn engifer
1 tsk rauðar chilli flögur
1/2 rauðlaukur, skorinn gróft
handfylli af snjóbaunum
1/2 rauð paprika, skorin í strinla

Sósan:
1 msk hrísgrjónaedik
4 msk sojasósa
2 msk þurrt sérrý, má sleppa
1/2 msk púðursykur
2 msk maíssterkja

Aðferð:

1. Setjið kjúkling, sesamolíu og hvítan pipar í stóra skál og leyfið þessu að marínerast í 10-15 mín.

2. Takið aðra skál og hrærið saman hrísgrjónaedik, sojasósu, sérrý, púðursykur og maíssterkju. Leggið til hliðar.

3. Hitið 1 msk olíu á pönnu. Steikið kjúklinginn í nokkrar mín á báðum hliðum. Takið hann þá af pönnunni og leggið á disk eða fat.

4. Notið sömu pönnu, hitið aftur 1 msk olíu og steikið hvílauk, engifer og rauðar chilliflögur í 10-15 sekúndur. Bætið þá snjóbaunum, rauðlauk og papriku á pönnuna og steikið áfram. Þegar grænmetið er farið að mýkjast þá fer kjúklingurinn aftur á pönnuna ásamt sósunno. Ef sósan er þykk má bæta 1-2 msk af vatni saman við hana. Blandið þessu vel saman og leyfið þessu að malla í nokkrar mín áður en þetta er borið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing