Auglýsing

Frederiksen

Nýverið opnaði veitingastaðurinn Frederiksen Ale House á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis og enduðu útsendarar SKE vikuna þar. Það reyndist heldur betur rúsínan í pylsuenda veitingarýninnar en auk matar og drykkja býður Frederiksen upp á lifandi tónlist. SKE pantaði sér lakkrís saltaðan þorsk með sætri kartöflumús, djúpsteiktum blaðlauk, spínati og smjörsósu. Blandan reyndist einstaklega bragðgóð matarupplifun. Frederiksen býður einnig upp á bar matseðil sem heillaði okkur upp úr skónum með góðu úrvali af smáréttum sem henta vel með bjórnum eða mojitóinum. SKE bragðaði einnig soðbrauðið sem slegið hefur í gegn á staðnum: Soðið brauð með tættum grís (e. pulled pork) í BBQ sósu sem reyndist, í einu orði sagt, himneskt! Þjónustan var upp á tíu og verðin komu sannarlega á óvart.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing