Auglýsing

Frönsk súkkulaðikaka

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka með mjúkri og blautri miðju. Og það skemmir ekki fyrir hversu fljótleg og einföld hún er í bakstri. Mæli með að bera hana fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Hráefni;

125 g dökkt gæða-súkkulaði að eigin vali

125 g smjör skorið í teninga

3 msk mjólk

125 g sykur

2 msk hveiti

2 egg, rauður og hvítur aðskildar

klípa af salti

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið 20-25 cm smelluform með smjöri.

2. Bræðið súkkulaði, smjör og mjólk í potti á miðlungshita. Hrærið vel saman.

3. Slökkvið á hellunni og bætið sykri og eggjarauðum saman við, einni í einu, og hrærið vel á meðan. Sigtið hveitið saman við og hrærið vel.

4. Þeytið eggjahvíturnar saman í skál ásamt klípu af satli. Hrærið síðan súkkulaðiblöndunni saman við í skömmtum og hrærið rólega á milli skammta. Hellið blöndunni í formið og bakið í um 30-35 mín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing