Hráefni:
Sveppir:
- 4 msk smjör
- 250 gr sveppir, skornir í sneiðar
- 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 2 msk fersk steinselja söxuð niður
- Salt & pipar
Kjúklingurinn:
- 4 kjúklingabringur
- Salt & pipar eftir smekk
- 1 tsk laukduft
- 1 tsk þurrkuð steinselja
- 8 sneiðar ferskur mozzarella ostur
- 1/2 dl rifinn parmesan ostur
Hvítlauks parmesan rjómasósa:
- 1 msk ólívuolía
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1 msk dijon sinnep
- 3 dl rjómi
- 1 dl rifinn parmesan ostur
- Salt & pipar eftir smekk
- 1/2 tsk maíssterkja hrærð saman við 2 tsk af vatni
- 2 msk söxuð fersk steinselja
Aðferð/Sveppir:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Bræðið smjör á pönnu (sem má fara inn í ofn) og steikið hvítlauk í 1 mín. Bætið sveppunum á pönnuna og kryddið þá til með salti, pipar og steinselju. Steikið þá þar til þeir eru orðnir vel mjúkir og fallega gylltir. Leggið þá til hliðar.
3. Kryddið kjúklingabringurnar með salti, pipar, laukdufti og þurrkaðri steinselju. Skerið næst vasa þvert á bringurnar og stingið 2 sneiðum af mozzarella inn í hverja bringu. Skiptið sveppunum inn í hverja bringu ásamt 1 msk af rifnum parmesan ( þar sem verður eftir af sveppunum fer í sósuna á eftir). Stingið næst tannstönglum, 2-4 í hverja bringu, til þess að „loka“ vasanum.
4. Hitið pönnuna (sem sveppirnir voru steiktir á) og steikið bringurnar á báðum hliðum þar til þær verða fallega gylltar. Setjið lok á pönnuna og setjið inn í ofn í 20 mín eða þar til þær eru alveg eldaðar í gegn.
5. Sósan: Steikið hvítlauk á pönnunni í 1 mín. Bætið þá rjómanum saman við ásamt dijon sinnepi. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í nokkrar mín. Hrærið 1 dl parmesan saman við ásamt afgangs sveppunum. Ef sósan er of þunn má hræra maíssterkju blöndunni saman við í skömmtum þar til rétta þykktin næst. Kryddið til með salti og pipar. Í lokin er steinselja hrærð saman við áður en kjúklingurinn er færður yfir á pönnuna með sósunni. Berið fram strax.