Þessi réttur er mjög auðveldur og fljótlegur að útbúa. Mun fljótlegri ef maður á afgangs hakk frá kvöldinu áður sem er alveg tilvalið að nýta í þennan rétt. Svo má leika sér með uppskriftina og bæta við t.d. lauk eða sveppum eftir smekk. Njótið!
Hráefni:
2 rauðar paprikur
300-400 gr hakk
1/2 kúrbítur
1/2 lítil dós kotasæla
3 dl rifinn ostur
3 dl pastasósa
krydd eftir smekk ( t.d. basilika,oregano,paprika )
salt og pipar
Aðferð:
1. Stillið ofninn á 190 gráður.
2. Skerið paprikurnar í tvennt og hreinsið innan úr þeim.
3. Steikið hakkið á vel heitri pönnu, kryddið eftir smekk og setjið sósuna saman við .
4. Kúrbíturinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar ( gott að nota ostaskera ).
5. Paprikurnar eru núna settar í eldfast form eða á bökunarplötu með pappír. Síðan fyllum við þær lag fyrir lag. Hakk-kotasæla-kúrbítur-hakk-kotasæla-kúrbítur, þar til þær eru orðnar vel fullar.
6. Ost yfir og inní ofn í c.a 20 mín eða þar til að osturinn er orðinn vel gylltur og paprikurnar farnar að mýkjast vel.
Gott er að bera þetta fram með fersku salati og jafnvel smá fetaosti.