Auglýsing

Grænn og vænn drykkur eftir góða helgi

Við hjá Nútímanum vitum hvernig það er að vakna eftir „góða helgi“ en örvæntið ekki kæru lesendur því hér kemur frábær uppskrift að grænum og vænum drykk sem er fullkominn á sunnudegi. Þessa uppskrift fengum við frá vinum okkar á Gestgjafanum og þökkum við þeim kærlega fyrir enda um frábæran heilsudrykk að ræða fyrir fólk á öllum aldri.

Eigið góðan sunnudag!

2 hnefafylli grænkál

½ avókadó

½ límóna, safi nýkreistur

hnefafylli frosinn ananas

2 msk. engifer, rifið eða skorið

1 msk. kasjúhnetur

1 banani, má sleppa

Setjið allt hráefnið í blandara ásamt köldu vatni þannig að það fljóti yfir. Maukið þar til allt hefur samlagast vel. Bætið við vatni eftir þörfum þannig að allt blandist vel saman.

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Mynd/ Rakel Rún Garðarsdóttir
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing