Hráefni:
- 2 kjúklingabringur
- 2 naan brauð
- 1 dl gouda ostur
- 1/2 dl cheddar ostur
- 4 msk BBQ sósa
- 2 msk sýrður rjómi
- 1 dl klettasalat
- 1 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
- 1 msk smjör
- salt & pipar eftir smekk
- 1 dl ferskt rauðkál rifið niður
Aðferð:
1. Hitið grillið. Kryddið kjúklingabringur með salti og pipar og grillið bringurnar í um 4-5 mín á hvorri hlið eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið þær af grillinu og leggið á disk eða fat. Eftir nokkrar mín eru þær skornar í strimla.
2. Bræðið smjör á pönnu og steikið laukinn í um 10-15 mín en þá ætti hann að vera orðinn vel mjúkur og karamellu-kenndur.
3. Smyrjið naan brauðin með BBQ sósu, dreifið kjúklingnum og lauknum á þau ásamt gouda og cheddar osti. Grillið næst brauðin í um 5 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað vel.
4. Takið brauðin af grillinu og toppið þau með klettasalati, fersku rauðkáli og slettu af sýrðum rjóma. Skerið þau í sneiðar og berið fram strax.