Hráefni:
- 6 pylsubrauð
- 6 pylsur
- 6 dl rifinn ostur (gott að blanda cheddar osti saman við einhvern góðan ost)
- 6 msk mjúkt smjör
- T.d. Sinnep, tómatssósa eða önnur uppáhalds sósa.
- Aðferð:
1. Hitið meðalstóra pönnu. Opnið pylsubrauðin alveg og leggið þau þannig niður á pönnuna og hitið þau (sárið niður) og smyrjið hvert brauð með 1 msk af smjöri. Snúið þeim næst við, (smjörhliðin niður) og dreifið 1 dl af osti á hvert brauð.
2. Skerið pylsurnar langsum, þó ekki alveg í gegn, svo hægt sé að „opna“ þær eins og pylsubrauðin. Steikið þær á pönnunni þar til þær fara að brúnast, eða í um 2 mín á hvorri hlið. færið þær inn í pylsubrauðin, setjið extra 2 msk af osti yfir og lokið brauðunum eins og samlokum. Setjið samlokurnar í mínútu grill þar til osturinn er vel bráðinn og samlokurnar farnar að taka á sig fallega gylltan lit. Berið fram með sinnepi, tómatsósu eða þinni uppáhalds sósu.