Hráefni/kjúklingur:
- 10 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 tsk paprika
- 1/2 tsk múskat
- 1/4 tsk malaðar kardimommur
- Salt og pipar
- 5 msk ólívuolía
- 8 úrbeinuð kjúklingalæri
- 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar
- Safinn af 1 sítrónu
Hráefni/jógúrtsósa:
- 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
- 2 dl ferskt dill, saxað niður
- 3 dl grískt jógúrt
- 1 msk ólívuolía
- safinn af 1/2 sítrónu
- cayenne pipar, eftir smekk
- Salt
Aðferð:
1. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman og blandið vel. Geymið hana í kæli á meðan kjúklingurinn er eldaður.
2. Takið eldfast mót og dreifið úr rauðlauknum í botninn. Takið næst litla skál og blandið saman rifnum hvítlauk, papriku, múskati, kardimommum, salti, pipar og 3 msk af ólívuolíu. Nuddið kjúklingalærin vel upp úr blöndunni og leggið þau yfir laukinn í eldfasta mótinu. Hellið sítrónusafa og 2 msk af ólívuolíu yfir kjúklinginn, setjið filmu eða lok yfir og kælið í um 2 klst.
3. Grillið kjúklinginn í um 5-6 mín á hvorri hlið og berið fram með jógúrtsósunni ásamt fersku salati.