Auglýsing

Grísakótilettur í rjómalagaðri hvítlauks-sveppasósu

Hráefni í kótilettur:

  • 4 grísakótilettur
  • 1 tsk papriku krydd
  • 1 tsk hvítlauks krydd
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk smjör
  • 2 msk ólívuolía

Sósan:

  • 2 dl sneiddir sveppir
  • 4-5 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 3 1/2 dl rjómi
  • 125ml kjúklingasoð
  • 1 msk fersk söxuð steinselja
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Blandið paprikukryddi, hvítlaukskryddi,salti og pipar saman í skál. Þerrið kótiletturnar með eldhúspappír og kryddið þær svo rausnarlega með kryddblöndunni. Hitið smjör og ólívuolíu á pönnu og steikið kjötið í um 3-5 mín á hvorri hlið eða þar til þær hafa brúnast vel á báðum hliðum. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

2. Notið sömu pönnu og steikið sveppina þar til þeir verða fallega gylltir. Bætið þá hvítlauk, steinselju og ítölsku kryddi saman við. Þá næst kjúklingasoði og rjóma. Hrærið vel og leyfið þessu að malla í 3-4 mín eða þar til sósan fer að þykkna. Kryddið til ef þarf.

3. Færið kótiletturnar yfir á pönnuna og leyfið þeim að malla í sósunni í 2-3 mín. Toppið með extra steinselju og berið fram strax. Njótið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing