Auglýsing

Grísalund með hunangs-hvítlauksgljáa

Hráefni:

  • 500 gr grísalund
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk chilli krydd
  • 1/2 tsk timjan
  • 1 tsk rósmarín
  • 1 tsk ólívuolía
  • 3 msk smjör
Gljái:
  • 1 dl appelsínusafi
  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 dl sojasósa
  • 3 msk púðursykur
  • 1 tsk engifer rifið niður
  • 1 dl hunang

Aðferð:

1. Blandið saman salti, hvítlauksdufti, chillikryddi, timjan og rósmarín og nuddið blöndunni vel á kjötið. Leggið til hliðar.

2. Blandið saman í skál öllum hráefnum fyrir gljáann. Hrærið vel saman og leggið til hliðar.

3. Hitið 1 tsk ólívuolíu og 2 msk smjör á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Setjið það í eldfast mót, hellið gljáanum yfir það og inn í 190 gráðu heitan ofn í 20 mín, eða þar til það er eldað í gegn. Gott er að setja ofninn á grill-stillingu rétt í lokin, síðustu 2-3- mín. Berið fram með steiktu grænmeti og ofnbökuðum kartöflum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing