Hráefni:
- 2- 2 1/2 kg lambalæri c.a.
- 2 msk þurrkað oregano
- salt og pipar eftir smekk
- 3 msk ólívuolía
- 6 stórar kartöflur, skrældar og skornar í bita
- 1 laukur, gróft skorinn
- börkur af 1 sítrónu
- 1 heill hvítlaukur, skorinn þvert í tvennt
- 3 stilkar ferskt rósmarín
- 2 dl hvítvín
- 5 dl lamba eða nautasoð
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Raðið kartöflum, lauk, hvítlauk, rósmarín og sítrónuberki í botninn á stóru eldföstu formi eða potti. Kryddið með salti, pipar, oregano og ólívuolíu.
3. Dreifið 1-2 msk af ólívuolíu yfir lambið og kryddið rausnarlega með salti, pipar og oregano. Leggið lambið yfir kartöflurnar í pottinn/formið og hellið hvítvíni og soði í pottinn/formið. Setjið lok yfir og inn í ofninn í um 30 mín. Þá er hitinn lækkaður í 160 gráður og eldað áfram í 3-4 tíma.
4. Takið svo lokið af og keyrið hitann aftur upp í 200 gráður og leyfið lambinu að malla áfram þar til það er orðið fallega gyllt, c.a 45 mín. Takið lambið út úr ofninum, leggið álpappír yfir og leyfið því að standa í 10-20 mín áður en það er borið fram.
5. Gott er að setja kartöflurnar aftur í ofninn á meðan lambið er að jafna sig, og leyfa þeim að brúnast og verða stökkar.