Hamborgari er yfirleitt með því fyrsta sem kemur í huga manns þegar maður heyrir orðið skyndibiti eða take away. En yfirleitt eru þeir bestir heimalagaðir beint af grillinu.
Þetta er ósköp einfalt, þú gerir hamborgarann í raun eftir þínu höfði en hér er uppskrift af bæði sultuðum rauðlauk og hrásalati sem munu algjörlega toppa borgarann.
Hrásalat:
- Hrærðu saman í skál, 1 dl jógúrt eða sýrðan rjóma, 2 msk mæjones og 1 msk dijon sinnep.
- Rífðu niður 1/2 rauðlauk, 1 stk gulrót, 1/4 höfuð af hvítkáli, og 1/2 rauðrófu(má sleppa). Allt rifið í eina skál og dressingunni hellt yfir og blandað vel saman. Gott er gera þetta aðeins fyrir matinn og láta standa inní ísskáp í smá stund.
Sultaður laukur:
- 150 gr vatn, 150 edik og 75 gr sykur sett saman í pott og hitað þar til sykurinn hefur bráðnað vel og blandast saman við.
- Á meðan blandan kólnar það eru 4 rauðlaukar skornir niður í þunnar skífur. Laukurinn er síðan settur í krukku með loki og blöndunni hellt yfir. Lokið á, hrist vel saman og krukkan fer síðan inní ísskáp í minnst 3 tíma.