Auglýsing

Heimalöguð tómatsúpa með ristuðum tómötum og basiliku – Frábær haustsúpa!

Hráefni:

  • 700 gr ferskir plómutómatar skornir í tvennt langsum
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 2 dl hvítur laukur smátt saxaður
  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk smjör
  • 1/4 tsk chilli flögur
  • 1 dós plómutómatar, með safanum
  • 1 búnt fersk basilika
  • 1 tsk ferskt timjan (eða hálf tsk þurrkað)
  • 1 líter kjúklingasoð
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír yfir ofnplötu. Setjið fersku tómatana í skál með 1/2 dl af ólívuolíu og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar og dreifið úr tómötunum á ofnplötuna. Bakið í ofninum í 45 mín.

2. Hitið olíu og smjör í meðalstórum potti og steikið lauk, hvítlauk, chilli flögur í um 10 mín.

3. Setjið ofnbökuðu tómatana, tómatana úr dósinni, og kjúklingasoð í pottinn og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 40 mín (ekki hafa lok á pottinum) .Kryddið til með salti og pipar.

4. Loks er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Gott er að bera hana fram með slettu af rjóma eða sýrðum rjóma og ferskum parmesanosti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing