Hráefni:
- 1/2 dl sojasósa
- 3 msk ostrusósa
- 1 msk fiskisósa
- 2 msk hunang eða sýróp
- 2 msk sesamolía
- 500 gr kjúklingabringur, skornar í bita
- 2 skallott laukar skorni þunnt
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1-2 rauðir chilli, skornin niður
- 4 vorlaukar, saxaðir
- 1 meðalstór kúrbítur skorinn í ræmur
- 1 rauð paprika, skorin þunnt niður
- 2 gulrætur, skornar í ræmur
- 2 dl fersk basilika, sökuð niður
- 1 pakkning hrísgrjónanúðlur
Aðferð:
1. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu og sigtið síðan vatnið frá og leggið þær til hliðar.
2. Blandið saman sojasósu, ostrusósu, fiskisósu, hunangi og 1/2 vatni saman í skál.
3. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn á pönnunni. Setjið næst skallott lauk, hvítlauk, chilli og vorlauk á pönnuna og steikið með kjúklingnum. Þegar laukurinn er farinn að mýkjast fer kúrbíturinn ásamt paprikunni saman við og þetta er steikt áfram í um 5 mín. Hellið þá sósunni saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í um 5 mín.
4. Hrærið núðlunum saman við ásamt gulrótum og basiliku. Leyfið þessu öllu að hitna vel saman á pönnunni í 3-5 mín og hrærið þessu vel saman. Berið fram með ferskri basiliku.