Við á Nútímanum fengum fyrirspurn frá svöngum lesanda sem elskar sterkan mat. Þessi lesandi vildi endilega fá uppskrift að sterkum kjúkling og við að sjálfsögðu heyrðum í vinum okkar hjá Gestgjafanum og fengum þessa senda um hæl!
Ef þú lumar á uppskrift eða vilt óska eftir sérstakri uppskrift að þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@nutiminn.is – við munum halda áfram þessu frábæra samstarfi sem við höfum við Gestgjafann! Hér kemur hunangs-hvítlauks kjúklingur með Sriracha-sósunni frægu. Verði ykkur að góðu.
Hráefni:
- 1/2 dl hunang
- 2 msk Sriracha sósa
- 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 2 msk hvítvínsedik
- 1 1/2 msk sojasósa
- 1 msk limesafi
- 6 úrbeinuð kjúklingalæri
- 2 msk ólívuolía
- Salt og pipar eftir smekk
- saxaður vorlaukur, til skrauts
- Sesamfræ, til skrauts
Aðferð:
1. Blandið saman hunangi, Sriracha, hvítlauk, hvítvínsediki, sojasósu og limesafa saman í stóra skál. Takið frá 4 msk af sósunni og geymið.
2. Setjið kjúklinginn í skálina með sósunni og lokið skálinni með plastfilmu. Leyfið þessu að marinerast inni í ísskáp í 1-2 klst.
3. Hitið 2 msk ólívuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn næst á pönnunni ( ekki hafa of mikið á pönnunni í einu, gott er að steikja 3 bita í einu ) á báðum hliðum þar til hann er eldaður í gegn og farinn að taka á sig fallega gylltan lit. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið hann á fat.
4. Hellið 4 msk af sósunni (þessi sem var tekin til hliðar áðan) á pönnuna og látið hana hitna í gegn. Hellið henni yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram og toppið með sesamfræjum og vorlauk,