Hráefni:
250 gr dökkt súkkulaði, helst 60-70 %
180 gr ósaltað smjör
70 gr nýbruggaður sterkur espresso
6 egg
180 gr sykur
260 gr möndlumjöl
20 gr kakó
5 gr sjávarsalt
Silkimjúkur espresso gljái:
80 gr sykur
15 gr kakó
100 gr nýbruggaður sterkur espresso
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 190 gráður. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Hrærið espresso saman við ásamt salti. Blandið vel saman og takið af hitanum.
2. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður ljós og þykk ( gott er að gera þetta yfir vatnsabaði).
3. Hrærið súkkulaðiblönduna saman við eggjablönduna og hrærið áfram í 2-3 mín. Blandið möndlumjöli og kakó saman við og blandið þessu saman með sleif.
4. Útbúið espresso gljáann: Setjið sykur, kakó og espresso í lítinn pott og hitið að suðu. Leyfið þessu að malla í um 2 mín og hrærið í allan tímann. Þegar blandan er klár er þetta tekið af hitanum.
5. Smyrjið kökuform að innan með smjöri. Lækkið ofnhitann í 175 gráður. Hellið deiginu í formið og bakið í um 40 mín. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað að mestu, er gljáanum hellt yfir og þetta borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.