Auglýsing

Kjötbollur í brúnni sósu sem þú munt gera aftur og aftur!

Hráefni kjötbollur:

  • 350 gr nautahakk
  • 350 gr grísahakk
  • 2 dl panko brauðraspur
  • 1/2 dl mjólk
  • 1 stórt egg
  • 1 laukur smátt skorinn
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk múskat

Hráefni sósa:

  • 2 msk ólívuolía
  • 2 msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • 5 dl nautasoð
  • 1/2 dl mjólk
  • 1/2 dl rjómi
  • 1 msk rifsberjasulta (má vera hvaða sulta sem er)
  • svartur pipar
  • salt eftir smekk

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið sem á að fara í kjötbollurnar í skál og blandið vel saman með höndunum. Mótið síðan kjötbollur í hæfilegri stærð. Steikið síðan bollurnar upp úr 1 msk ólívuolíu og einni matskeið af smjöri þar til þær hafa brúnast vel á öllum hliðum. Færið þær síðan yfir á disk eða bakka á meðan sósan er löguð.

2. Notið sömu pönnu og áðan (ekki þrífa hana á milli). Stráið hveiti yfir pönnuna, og látið það þykkna upp í fitunni sem er ennþá á pönnunni eftir steikinguna. Bætið síðan nautasoðinu og pískið þetta vel saman. Bætið síðan mjólk, rjóma og sultu saman við og látið sjóða í 1 mín. Þá fara bollurnar saman við sósuna og þetta látið malla þar til bollurnar eru alveg eldaðar í gegn og sósan hefur þykknað vel upp, c.a 10 mín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing