Hráefni í bollurnar:
- 2 dl brauðmylsna
- 1 Egg
- 1 tsk Oregano
- 1 tsk Paprika
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 dl parmesanostur
- 550 gr nautahakk
- Salt eftir smekk
- 2 msk ólívuolía
Hráefni í sósuna:
- 2 msk ólívuolía
- 1 msk smjör
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 laukur saxaður
- 6 sveppir skornir í sneiðar
- 2 msk hveiti
- 3 dl nautasoð
- 1 tsk þurrkað rósmarín
- 1/2 tsk þurrkuð steinselja
- ½ tsk Paprika
- Salt og pipar eftir smekk
- 1 dl rjómi
Aðferð:
1. Blandið saman í stóra skál öllum hráefnum í bollurnar. Mótið litlar bollur, ætti að duga í um 18 stk. Leggið til hliðar. Hitið 2 msk af ólívuolíu á pönnu og steikið bollurnar. Ekki hafa of margar á pönnunni í einu, gerið þetta frekar í skömmtum. Þegar bollurnar eru orðnar vel brúnaðar þá leggjum við þær til hliðar á disk eða fat.
2. Hitið 2 msk ólívuolíu+1 msk smjör á pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 3-4 mín. Bætið þá sveppunum á pönnuna og steikið áfram í um 2-3 mín. Hrærið þá hveitið saman við og steikið áfram í um 1 mín. Hellið þá nautasoðinu á pönnuna í skömmtum og hrærið stöðugt í á meðan. Setjið rósamarín, steinselju, papriku, salt og pipar í sósuna.
3. Þá fara steiktu kjötbollurnar í sósuna. Það má bæta meira nautasoði út í ef sósan er of þykk. Leyfið þessu að malla í um 10 mín. Hrærið þá rjómann saman við og takið af hellunni. Berið fram með kartöflum og sultu.