Auglýsing

Kjúklinga-lasagna sem þú munt gera aftur og aftur!

Matreiðslumenn Gestgjafans valda okkur hér á Nútímanum aldrei vonbrigðum! Við báðum þá að senda okkur uppskrift af lasagna sem væri ekki hefðbundið. Niðurstaðan er þetta kjúklinga-lasagna sem þú átt eftir að búa til aftur og aftur og aftur.

Gestgjafinn býður upp á þessari uppskrift ásamt hundruðum til viðbótar á áskriftarvef sínum Birtingur.is. Við munum halda áfram þessu frábæra samstarfi um ókomna tíð en hægt er að sjá allar uppskriftir undir Matur hér á Nútímanum.

Bon apetit!

Hráefni:

  • 2 1/2 msk ólívuolía
  • 1 laukur saxaður niður
  • 2 msk hvítlaukur rifinn niður
  • 1 box sveppir skornir í sneiðar
  • 1 tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk þurrkað oreganó
  • 1/2 tsk chilli flögur
  • 1 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 poki spínat
  • 5 dl eldaður kjúklingur, rifinn niður
  • 5 dl kjúklingasoð
  • 3 dl mjólk
  • 1/4 tsk múskat
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 8-10 lasagnablöð
  • 3 dl rifinn mozzarella ostur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 185 gráður.

2. Hitið ólívuolíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, sveppi, basiliku, oreganó, chilli flögur og 1/2 tsk af salt. Leyfið þessu að mýkjast og blandast vel saman í um 5 mín.

3. Hrærið spínat saman við og eldið áfram í um 3-4 mín. Takið pönnuna þá af hitanum og blandið kjúklingnum saman við. Leggið til hliðar.

4. Hitið saman í potti kjúklingasoð, mjólk, múskat og 1 tsk af salti. Þegar suðan kemur upp þá fer hveiti saman við og hrært vel í á meðan sósan þykknar. Leyfið þessu að malla í um 5-10 mín. Hrærið þá parmesan ost saman við og takið af hitanum.

5. Takið meðalstórt eldfast form og byrjið að raða í lasagna. Hellið smá af sósu í botninn á forminu, næst lasagnaplötum, kjúklingablöndunni, mozzarellaost og svo koll af kolli þar til allt er komið í formið. Toppið með mozzarella. Lokið forminu með álpappír og bakið í 25 mín. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í um 15 mín. Gott er að stilla ofninn á grill síðustu mínúturnar svo osturinn verði fallega gylltur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing